Hér kemur smávegis jólalegt sem ég gerði í útsaumsvélinni. Reyndar saumaði ég þetta um og eftir síðustu jól en dró það að setja það á bloggið og fannst ekki passa að gera færslu um þetta þegar fór að draga nær páskum. Ákvað að bíða frekar næstu jóla.
Munstrin eru bæði fengin frá Embroidery Library. Ég minnkaði bollann aðeins í forritinu mínu en hann var var full þéttur í útsaumi jafnvel þótt forritið fækkaði sporunum hlutfallslega. Það er miklu hepplegra að nota munstur eins og kransinn að ofan sem er miklu opnara eða þá eitthvað sem fyllir ekki svona þétt.
Þetta er líka jólamunstur, en blómin hefðu mátt vera í sterkari lit. Maður er alltaf að læra. Ég vil helst hafa viskastykki röndótt og reyni bara að finna munstur sem koma vel út í þeim. Svo þurfa þau ekki að vera glæný, það má alveg sauma í notuð viskastykki og handklæði.
Svo gerði ég smá jólatrésskraut sem prýðir annað jólatréð okkar í ár, eldgamalt tré frá tengdaforeldrum mínum sem ég hengi eingöngu skraut sem er handgert og heimagert. Þetta er líka frá Embroidery Library.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli