Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 27. nóvember 2010

Dúkkuföt

Nú ætla ég að sýna dúkkuföt sem ég gríp allaf í að gera öðru hverju.
Mér finnst meira gaman að prjóna þau en sauma. Ég tók æði og prjónaði nokkur sokkapör, með hæl, stroffi og tá eins og á alvöru sokkum.
Uppskriftirnar eru héðan og þaðan, ljósrit úr gömlum blöðum og svo kíki ég í ný blöð líka eftir uppskriftum.
Stundum geri ég allt dressið eins og hér fyrir ofan.
Hér langaði mig bara til að prjóna kjólinn.
Þetta var svo gert úr afgöngum, og peysan var úr þrenns konar hvítum garnafgöngum.

fimmtudagur, 11. nóvember 2010

Tölutöskur

Lauk við að sauma þessar töskur fyrir viku. Ég saumaði báðar samtímis, svo ég nennti að gera tvær. Aðra ætla ég að gefa. Þessi efri er úr efnum úr "stashinu" mínu.
Þessi hér að ofan er úr svokölluðum "charm pack" frá Moda, sem ég keypti hjá Quiltbúðinni á Akureyri. Í uppskriftinni er einmitt gert ráð fyrir að maður noti 5" búta úr "charm pack". Verst hvað maður þarf að sletta mikilli ensku í þessum texta, kannski er hægt að nota orðið sjarmabúnt, en svona pakkar eru sýnishorn af efnalínum framleiðenda, þar sem enginn bútur er eins en allir passa saman.
Sniðið er héðan.