Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 12. maí 2018

mánudagur, 7. maí 2018

Fleiri prjónaveski


Nú er ég búin að sauma fleiri prjónaveski.
Yfirleitt er ég með fleiri en eitt prjónaverkefni í gangi í einu, svo það er gott að hafa eitt veski í hverri verkefnatösku.
Það er fljótlegt og einfalt að sauma þau, og skemmtilegt að velja saman efnin.

miðvikudagur, 2. maí 2018

Prjónuð pils

Þessi pils prjónaði ég á stelpurnar mínar fyrir sumarið.
Eldri stelpurnar tvær eru tæplega þriggja ára, og pilsin eru á 4 ára, en passa alveg núna.
Sú yngsta er akkúrat ársgömul, pilsið hennar er í 2 ára stærð, pínu stórt ennþá en verður fínt þegar hún fer að ganga.
Ég notaði Drops merino extra fine frá Gallery Spuna, sem er alveg frábært að prjóna úr.
Uppskriftin birtist í Bændablaðinu fyrir einhverjum mánuðum síðan, en hún er líka hér á Garnstudio.com.