Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 11. nóvember 2016

Bionic Gear Bag 2

Þá er ég búin að sauma tösku handa eiginmanninum, eins og ég sagði frá í síðustu færslu.

Ég var mikið fljótari núna, og valdi litina með hann í huga, hafði þá dálítið dempaða og dökka.

þriðjudagur, 1. nóvember 2016

Bionic Gear Bag

Sniðið af þessari tösku keypti ég fyrir mörgum mánuðum. Leiðbeiningarnar eru á mörgum blaðsíðum, svo mér óx í augum að sauma hana. Tók mér góðan tíma, og hér er hún.
Ég er strax byrjuð á annarri því eiginmaðurinn pantaði eina til að nota á ferðalögum undir snúrur, græjur, lesbrettið og þess háttar.
Efnin í ytra byrðinu keypti ég í Edinborg fyrir fimm árum, komin tími til að nota þau. Þetta var pakki með 5" bútum frá Moda.
Sniðið fæst á craftsy.com.