Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 30. september 2020

Hjálmhúfa


Litli ömmudrengurinn fékk þessa húfu í sumar, stærðin er á eins árs. 
Prjónaði hana í bílnum á ferðalagi í sumar og hélt ég myndi ekki hafa hana af, var stöðugt að ruglast og rekja upp. Hentar greinilega ekki sem bílaprjón, enda mikið um útaukningar og úrtökur. 
 

þriðjudagur, 22. september 2020

Gammósíur

 


Í sumar prjónaði ég gammósíur fyrir veturinn á ársgamlan ömmustrákinn.
Ég sauð þær saman úr nokkrum uppskriftum og byrjaði ofanfrá.
Prjónaði úr Lanett.

fimmtudagur, 3. september 2020

Sokkar


Nú á ég nýja ullarsokka fyrir veturinn.


Þeir eru mjög einfaldir, og studdist ég við uppskrift sem heitir Vanilla socks.
Prjónastærð er 2,25.


Garnið keypti ég hjá Kristínu í Vatnsnesi, í gróðurhúsi þeirra hjóna á Laugabakka.
Frúin keypti garn og bóndinn grænmeti.
Reyndar kom ég þangað tvisvar í sumar.