Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 3. febrúar 2023

Hreindýrapúði

Milli jóla og nýárs saumaði ég þennan púða. Hreindýramunstrið fékk ég í blogginu sem birtist í saumavélinni minni. Þetta er ætlað til að sauma í jólapeysu, dálítið grófgert og gisið, en mig langaði að prófa það, enda alltaf hrifin af krosssaumi. Ég minnkaði það samt töluvert.

Snúrukantinn í kringum púðann gerði ég úr venjulegu, tilbúnu skábandi sem ég átti, og notaði til þess bestu aðferðina sem ég kann, en hún er sú að renna því í gegnum overlockvélina með snúrunni sem liggur þá á hárréttum stað í snúrufætinum sem hægt er að kaupa á vélina. Hún fylgir nytjasaumspakkanum, og svo er líka til skrautsaumspakki. Þegar ég sauma svo púðann saman nota ég mjóa, langa rennilásafótinn á saumavélinni.

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli