Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 17. desember 2019

Prjónaður stelpukjóll


Ég var að ljúka við að prjóna jólakjólinn á yngstu ömmustelpuna mína.
Hún er rúmlega tveggja og hálfs árs.
Í Klompelompe strikkefest er uppskrift af peysu, og það var hugmynd tengdadóttur minnar að ég tæki þá uppskrift og síkkaði þannig að úr yrði kjóll.
Ég prjónaði stærð þriggja ára, en fitjaði upp á fyrir stærð fjögurra ára til að fá meiri vídd í pilsið, en tók svo bara meira úr fyrir berustykkið og prjónaði það ásamt ermum fyrir þriggja ára stærðina.


Í uppskriftinni er notað ullargarn, en við vildum hafa hann úr bómull, og Mandarin petit er eina bómullargarnið sem ég þekki sem er gott að nota í staðinn fyrir ullargarn á prjóna nr. 3.
Það er uppáhaldsbómullargarnið í raun og hef ég prjónað úr því í áratugi.


föstudagur, 13. desember 2019

Húfur


Fyrir nokkrum vikum prjónaði ég húfur á systkinin, ömmubörnin mín.
Á hana prjónaði ég Utsira lue sem er í Klompelompes strikkefest. Í hana notaði ég Drops Merino extra fine og stærðin er á 3-6 ára.  Hún er mjög smart á henni, hangir aðeins niður á kollinum, og það var ákveðið að hafa ekki dúsk á þessari.


Hann fékk Bøkebladslue sem er líka í Klompelompes strikkefest, stærðin er á 1-3 mánaða. Mér fannst  hann vanta húfu sem héldi vel um ennið og eyrun.
Ég notaði afganga af Lanett frá Sandnes.

fimmtudagur, 12. desember 2019

Pottaleppar


Um síðustu jól vantaði mig eitthvað að prjóna og fitjaði upp á þessum pottaleppum, prjónaði þá en gekk aldrei frá þeim. 
Það gerði ég hinsvegar í gærkvöldi.

Uppskriftin er hér.
Garnið, Mandarin Naturell, keypti ég í Fjarðarkaupum.

miðvikudagur, 11. desember 2019

Chunky Twist


Við stelpurnar í fjölskyldunni viljum gjarnan tolla í tískunni.
Þess vegna prjónaði ég svona eyrnabönd á okkur allar sex eftir að önnur tengdadóttirin benti mér á að allir væru með svona núna og hvort ég gæti ekki gert svona fyrir hana og dæturnar.
Þær fengu þessi á myndinni fyrir ofan.


Hinar mæðgurnar ákváðu að vera báðar með sama lit á sínu.


Þetta er svo mitt.
Ég átti afgang af gráu frá því ég prjónaði mér peysu, hefði samt trúlega keypt þennan lit líka.

Öll eru prjónuð úr Drops Air, og eru dásamlega mjúk.
Uppskriftin heitir Chunky Twist og fæst á Ravelry.
Garnið keypti ég í Freistingasjoppunni á Selfossi og Skartsmiðjunni í Reykjanesbæ, og afgangsgarnið mitt var frá Gallery Spuna.

þriðjudagur, 10. desember 2019

Vesti


Þegar elstu ömmustelpurnar mínar fæddust prjónaði ég á þær Lillies top.
Tengdadóttir mín bað mig um að prjóna vesti á litla soninn með sama munstri, sem ég gerði með gleði.
Ég hafði það styttra og án þess að taka inn í hliðunum.
Stærðin er á 0-3 mánaða, en svona vesti vaxa aðeins með börnunum.
Ég er farin að safna vestisuppskriftum núna til að eiga handa honum fyrir næstu ár. Mér finnast strákar svo fínir í vestum og svo er þetta svo hlýtt.


mánudagur, 9. desember 2019

Jaki RomperJaki Romper frá Petit Knitting, prjónaður á ömmustrákinn. Ég hafði stærðina á sex mánaða, verður fínn um jólin.
Ég notaði uppgefið garn, sem er Dale Lerke, sem ég keypti hjá Rifssaumi á Ólafsvík í sumar.Ég breytti uppskriftinni aðeins að aftan. Það átti að leggja böndin yfir strenginn og festa með tölum, en mér fannst það alltof þykkt til að þægilegt væri fyrir barnið að liggja á því, þannig að ég saumaði böndin bara við brún og sleppti tölum.


Það varð afgangur af garninu þegar buxurnar voru búnar, og ég náði að gera sokka í stíl.
Uppskriftin heitir Tykke Lubbe og er úr Klompelompes vinterbarn, stærð 3-6 mánaða.