Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 9. desember 2019

Jaki Romper



Jaki Romper frá Petit Knitting, prjónaður á ömmustrákinn. Ég hafði stærðina á sex mánaða, verður fínn um jólin.
Ég notaði uppgefið garn, sem er Dale Lerke, sem ég keypti hjá Rifssaumi á Ólafsvík í sumar.



Ég breytti uppskriftinni aðeins að aftan. Það átti að leggja böndin yfir strenginn og festa með tölum, en mér fannst það alltof þykkt til að þægilegt væri fyrir barnið að liggja á því, þannig að ég saumaði böndin bara við brún og sleppti tölum.


Það varð afgangur af garninu þegar buxurnar voru búnar, og ég náði að gera sokka í stíl.
Uppskriftin heitir Tykke Lubbe og er úr Klompelompes vinterbarn, stærð 3-6 mánaða.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli