Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 13. desember 2019

Húfur


Fyrir nokkrum vikum prjónaði ég húfur á systkinin, ömmubörnin mín.
Á hana prjónaði ég Utsira lue sem er í Klompelompes strikkefest. Í hana notaði ég Drops Merino extra fine og stærðin er á 3-6 ára.  Hún er mjög smart á henni, hangir aðeins niður á kollinum, og það var ákveðið að hafa ekki dúsk á þessari.


Hann fékk Bøkebladslue sem er líka í Klompelompes strikkefest, stærðin er á 1-3 mánaða. Mér fannst  hann vanta húfu sem héldi vel um ennið og eyrun.
Ég notaði afganga af Lanett frá Sandnes.

1 ummæli: