Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 26. febrúar 2013

Ullarsokkar

Ég er búin að gatslíta ullarsokkum sem ég prjónaði í hittifyrra, og þurfti því að draga fram garn og prjóna og gera fleiri sokka. Ég notaði bara afganga, og réði það litavalinu að mestu. Þessir að ofan eru úr léttlopa og einbandi, prjónuðu saman.

 

Sokkarnir hér að ofan eru prjónaðir eftir sömu uppskrift og þeir gatslitnu, úr léttlopa.

Mér finnst langbest að nota svona lopasokka í gönguskóna.

Ég er að verða búin að prjóna þriðja parið. Allar uppskriftirnar eru úr bókinni Sokkar og fleira eftir Kristínu Harðardóttur. Sú bók er í miklu uppáhaldi hjá mér.

 

föstudagur, 8. febrúar 2013

Log cabin borðmottur

 

Ég saumaði þessar borðmottur handa okkur hjónunum til að nota dags daglega, og hafði þær þess vegna bara tvær.

Ég notaði pappírssaum í blokkirnar, alltaf áhyggjulaust að láta allt passa með honum. Prentaði út úr EQ7 eins og venjulega.

 

þriðjudagur, 5. febrúar 2013

Little sister's dress

 

Þennan kjól prjónaði ég á yngstu frænkuna mína, Hrafnhildi Sjöfn. Hún er átta mánaða, og ég hafði stærðina á eins árs. Ég notaði Rauma babygarn úr Fjarðarkaupum.

Uppskriftin er hér.