Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 23. desember 2025

(Jóla)músagangur


 Ég sá pakkningu með uppskrift og garni í þessar jólalegu mýs og fannst þær svo sætar að ég varð að prjóna þær. Auðvitað hafði ég barnabörnin í huga en ég hélt samt eftir þremur fyrir mig en leyfði þeim öllum að velja sér tvær hverju.



Uppskriftin sem fylgdi var íslensk þýðing úr norsku, en ég fór fljótlega yfir í frummálið því það voru slæmar villur í þýðingunni. Að öðru leyti gekk allt vel, ég notaði ullartróð, hvítt eða rautt eftir því sem við átti. Eyrun eru stífuð með sykurvatni en þau vildu samt vísa of mikið niður og fyrir augun svo ég tók nokkur saumspor í þau til að þau tylldu betur upprétt.



Sex ára ömmustrákurinn lék sér með mýsnar á ýmsan máta þegar hann fékk þær í hendur.

Uppskriftin er frá garnstudio.com og garnið heitir Fabel.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli