Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 30. desember 2011

Jólakönnumottur

Ég hafði nú hugsað mér að sauma svona könnumottur fyrir jól, en gerði þær í gær. Ég er líka hætt að miða alltaf við næstu jól, það koma jól á hverju ári, og hlutirnir fá bara sinn tíma til að klárast.
Ég fór eftir sniði frá Elínu Guðjónsdóttur, en af því mig langaði fyrst að búa til svona litlar mottur, þá teiknaði ég blokkina upp í EQ7, og saumaði með pappírssaumi í minni stærð en uppgefnar eru hjá henni. Svo notaði ég nokkur af þeim 222 sporum sem eru í dásamlegu saumavélinni minni, og eru þá 3 leturgerðir ekki taldar með. Þó maður noti kannski svona spor ekki mikið, þá segi ég eins og góð kona sagði: Ég vil frekar hafa öll þessi spor og þurfa aldrei að nota þau, heldur en að hafa þau ekki og þurfa á þeim að halda. Ég valdi jólalegustu mótífin.
Sniðið hennar Elínar fæst í Quiltkörfunni í Faxafeni.

4 ummæli:

  1. Så fine små julebrikker! Mønsteret gir jo flere muligheter; dette kunne jeg tenkt meg å sy når det nærmer seg jul igjen.
    Ønsker deg og dine et godt nytt år!

    SvaraEyða
  2. Så vackra färger det är och mönstret är jättefint!
    Gott Nytt År!
    Anneli

    SvaraEyða
  3. Sæl Hellen og gleðilegt nýtt ár.
    Ég vildi bara nota tækifærið og þakka þér fyrir öll þau skipti sem að ég hef komið á síðuna mína og séð góðu kommentin frá þér. Mér þykir virkilega vænt um þau.
    Já og svo eru þessar jólamottur alveg frábærar eins og allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
    Og ég er sammála um þetta með sporin í vélinni, það er auðvitað mikið betra að hafa þau og þurfa ekki að nota þau heldur en að hafa þau ekki. ;þ

    SvaraEyða