Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 27. desember 2016

Peysur á litlu dömurnar

 Litlu ömmustelpurnar mínar stækka, og þá þarf að prjóna nýjar flíkur.
Uppskriftin að gráu og bleiku peysunun er úr Klompelompe 2, og garnið í þær er keypt í Gallery Spuna, Drops Baby Merino.

Svo pantaði önnur mamman hvíta sparipeysu. Hún er prjónuð úr Lanett, keyptu í Rokku í Fjarðarkaupum.
Hvítu peysuna prjónaði ég eftir hugmyndum héðan og þaðan, og skeljamunstrið fann ég í Prjónabiblíunni.

mánudagur, 12. desember 2016

Lítil veggmynd

Ég fékk að láni bók á bókasafninu í Hafnarfirði sem heitir Here comes winter eftir Jeanne Large og Shelley Wicks, og sá meðal annars þessa litlu jólalegu vetrarmynd. Ég skellti mér í að sauma hana, líka til að æfa mig á nýju saumavélina mína, sem ég keypti í haust. Ég hengdi hana upp sem jólamynd en kannski fær hún að hanga aðeins áfram sem vetrarmynd.