Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 30. janúar 2010

Grámhildur góða

Þessa léttlopapeysu prjónaði ég eftir áramót. Hún er úr bókinni Prjónaperlum, sem kom út fyrir stuttu, og heitir Grámhildur góða. Hún er prjónuð á grófari prjóna en venjulega, eða nr. 5,5. Þannig verður hún mjög lipur og létt. Peysan er græn, þó hún komi eiginlega grá út á þessum myndum. Að sjálfsögðu þurfti ég að eiga við ermarnar, þegar peysan var tilbúin. Ég er svo smámunasöm með ermasídd, hún verður að vera nákvæm, og ég rakti upp 4,5 sentimetra af hvorri ermi og lykkjaði saman aftur, og nú er ég ánægð.

mánudagur, 25. janúar 2010

Eins árs afmæli og "award"!!

Í dag hef ég bloggað í eitt ár!
Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti það eftir. Það var vegna hvatningar (þrýstings!!) frá
Önnu Björgu að ég byrjaði á því, aðallega til að þurfa ekki að taka allt, sem ég var að gera, með mér í vinnuna til að sýna henni. Hún þurfti þess ekki, hún bloggaði bara.
Í síðasta tölublaði Húsfreyjunnar var sýnt hvernig á að gera svona hálsfesti, og loksins á laugardaginn kom ég því í verk að þæfa rauðu kúlurnar. Þessar svörtu eru hraunmolar. Í tilefni dagsins setti ég festina svo saman í dag til að geta sýnt eitthvað nýtt.

En mér til undrunar fékk ég komment frá Oddbjörg í Noregi þar sem hún sagðist vera með skilaboð til mín á blogginu sínu! Hún sendir mér sem sagt "award" eða viðurkenningu. Það er í fyrsta skipti sem ég fæ svoleiðis! Tusen takk, Oddbjörg, for "awarden"du ga til meg! Dette er förste gang jeg far slik! Ég á að setja link á síðuna hjá þeim sem sendi mér viðurkenninguna, skrifa sjö staðreyndir um sjálfa mig og senda sjö bloggurum viðurkenninguna áfram.


Hér koma staðreyndirnar:
1. Ég var sjö ára gömul þegar ég hafði prjónana með mér í fjallgöngu til að geta prjónað þegar sest var niður til að drekka.
2. Ég er svakalega hrædd við ókunnuga hunda.
3. Ég borða engan sykur.
4. Mér finnst ég alltaf þurfa að setja eitthvað rautt í flest sem ég geri, t.d. bútasaum, og mér finnst rautt og fjólublátt flott saman.
5. Rjómi er það besta sem ég fæ og ég borða mikið af honum.
6. Mér finnst gaman að synda, ganga og hjóla, en ligg aldrei í sólbaði.
7. Ég hef tekið 7. stig í söng og hef sungið í grúppum og kórum frá því ég var unglingur.
Pa norsk:
1. Jeg var syv ar gammel da jeg tok strikkepinnerne med meg i en fjelltur for a strikke da vi satte os ned til a spise.
2. Jeg blir fryktelig redd da jeg treffer hunde jeg ikke kjenner.
3. Jeg spiser ingen sukker.
4. Jeg liker a sette noe rödt i ting jeg laver, f. eks. i lappesöm, og jeg liker godt kombinasjon av rödt og lilla.
5. Jeg elsker vispet flötekrem og spiser mye av den.
6. Jeg liker a svömme, ga og sykle, men ligger aldri i solen.
7. Jeg har tatt 7 grader i sang, og fra jeg var ung har jeg altid vært med i sanggrupper og korer.

Ég ætla að senda þessum konum viðurkenninguna áfram, vegna þess að mér finnst gaman að lesa bloggin þeirra og fylgist reglulega með þeim: Anna Björg, Edda Soffía, Timotei, Lekaquilt, Sigga, Britt og Sigrun.

fimmtudagur, 21. janúar 2010

Hnepptur trefill

Þennan trefil prjónaði ég um áramótin og hef notað hann mikið síðan. Ég notaði alpakka garn frá Sandnes, hafði það tvöfalt og notaði prjóna nr. 5,5. Ég fitjaði upp 34 lykkjur, prjónaði 2 sléttar og 2 brugðnar til skiptis, og mældi svo bara á sjálfri mér hversu langur hann þurfti að vera. Tölurnar eru af peysu sem ég átti rúmlega tvítug!

mánudagur, 11. janúar 2010

Þorralöber

Þá er þorralöberinn, sem ég minntist á í þarsíðasta bloggi, tilbúinn.

Ég notaði aðeins efni sem ég átti, og er bara sátt við útkomuna.

Hann verður settur á borðstofuborðið þann 22. janúar, á bóndadaginn.



miðvikudagur, 6. janúar 2010

Möbius sjal

GLEÐILEGT ÁR!!
Þetta sjal, sem kennt er við Möbius, var "jólaprjónið" mitt í ár. Mig langaði alltaf til að prófa Kauni garnið, og svo þegar hún Ingibjörg Jónsdóttir, vinkona mín, sýndi mér uppskrift að þessu sjali, fannst mér upplagt að prófa garnið á því. Garnið pantaði ég frá Bót á Selfossi og geymdi það til jóla. Svo var ég bara þrjá daga að prjóna það. Liturinn kemur ekki alveg rétt út á myndinni. Það er rautt, en ekki svona bleikt eins og myndin sýnir. Uppfitjunin er dálítið óvenjuleg, maður fitjar upp 150 lykkjur, og býr svo líka til lykkjur úr bandinu sem myndast í botni hverrar lykkju, þannig að lykkjufjöldinn verður 300, og sjalið prjónast upp og niður út frá miðju. Ég hef séð uppskrift að Möbius sjali í bókinni Prjónaperlum, sem kom út fyrir jólin. Þar er það úr einbandi, og uppfitin er eitthvað öðruvísi en ég gerði. Hér er uppskriftin sem ég notaði.