Tvær ömmustelpnanna minna fengu sérherbergi fyrir síðustu jól. Þær fengu að velja sér liti á veggina sjálfar og fleira í herbergin.
Svo fannst þeim vanta púða í stíl við nýju litina og báðu ömmu sína að sauma fyrir þær púða sem þær teiknuðu sjálfar,
eins og ég hef áður gert. Amman varð voða glöð yfir að vera beðin um þetta og hönnunarvinna systranna hófst um leið.

Aðalatriðið er að hafa teikninguna frekar einfalda með hreinar línur og engin aukastrik, allt sem sést á myndinni verður saumað. Ég fer svo sjálf ofan í blýantsstrikin með tússpenna.
Þær völdu sér efnin alveg sjálfar og líka hvar hvert efni átti að vera í hvorum púða.
Þetta er sem sagt gert í appi frá MySewnet sem ég hleð niður í iPhone símann, vinn myndina aðeins í símanum, hreinsa aukastrik og svoleiðis, og sendi svo úr honum í útsaumsvélina, sem sér um restina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli