Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 12. september 2011

Haustlöber

Þennan dúk sá ég í blaðinu "Fons and Porter´s Love of Quilting", nýjasta tölublaðinu.
Hann er applíkeraður í vél með tunguspori.
Hann liggur nú á sófaborðinu mínu og gefur stofunni smá haustblæ.

sunnudagur, 4. september 2011

Bleiubuxur

Þegar ég fór í sumarbústað í sumar hafði ég með mér garn og uppskrift að bleiubuxum. Ég byrjaði sem sagt að prjóna þær þar og hélt svo áfram fram eftir sumri. Mér fannst skemmtilegt að prjóna þetta og uppskriftin lærist fljótlega.

Ég sendi þær allar í Rauðakrossinn til að styðja þetta verkefni RKÍ. Ég prjónaði 20 stykki, helminginn á 3ja mánaða og hinn hlutann á 9 mánaða. Uppskriftin er úr "Garn og gaman" eftir Prjónajónu. Ég notaði ungbarnagarn úr ull af ýmsum tegundum, aðallega Lanett, Smart og Trysil.