Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 26. janúar 2017

Dúkkuteppi

Litlu stelpurnar mínar vantaði teppi fyrir dúkkurnar sem þær fengu í jólagjöf frá ömmu og afa.
Teppin heklaði ég úr afgöngum af bómullargarni, og hafði þetta munstur til hliðsjónar.

miðvikudagur, 25. janúar 2017

Glóð

Húfuna Glóð gerði ég á báðar ömmustelpurnar fyrir nokkrum mánuðum, og eru þær mikið notaðar.
Uppskriftin er frá Litlu prjónabúðinni og Osprey garnið líka.
Dúskarnir voru keyptir í Freistingasjoppunni á Selfossi og eru festir með tölu innan í húfunum.

þriðjudagur, 24. janúar 2017

Húfan Kertalogi

Húfuna Kertaloga prjónaði ég með gleði á aðra tengdadótturina eftir pöntun. Það er svo gaman að prjóna þessa húfu. Ég gerði styttri útgáfuna í þetta sinn, hef áður gert hærri húfuna. 
Dúskurinn er úr kanínuskinni og festur með tölu innan á.
Uppskriftin fæst í Litlu prjónabúðinni og Osprey garnið sömuleiðis, en dúskurinn er keyptur í Rokku í Fjarðarkaupum.