Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 4. febrúar 2009

Prinsateppin

Þetta er sjónvarpshandavinnan mín. Teppið prjónaði ég fyrir jól, eftir uppskrift sem byggð er á teppinu sem litli, danski prinsinn var vafinn í fyrir heimferðina. Og af því að mér finnst sérlega gaman að prjóna það, mátti ég til með að prjóna annað.

Garnið keypti ég í Europris, 100% merino ullargarn fyrir ungbörn. Það fara tæplega 8 dokkur í teppið.


10 ummæli:

 1. Rosalega flott finnst okkur Siggu :)

  SvaraEyða
 2. Þetta er mjög fallegt teppi

  SvaraEyða
 3. Sæl og blessuð Hellen.
  Áttu uppskriftina af þessi dýrðlega teppi? Ég er að spá í að prjóna teppi þ.s. nýtt barnabarn er á leiðinni.

  Kveðja,
  Guðrún K.

  SvaraEyða
 4. Sæl Hellen
  Sá á þennan link á facebook (Prjóna Jóna) á þessa síðu hjá þér. Málið mér langar svo að gera þetta teppi og var að spá hvort ég mætti gerast svo djörf að biðja þig um uppskriftina ef þú ættir og senda mér jafnvel í maili :-)
  Yrði mjög þakklátt (sibbzg@gmail.com)

  Kveðja Sigurbjörg
  P.s var að skoða síðuna þína vá hvað þú er öflug og klár :-)

  Kær kveðja Sibba

  SvaraEyða
 5. Góðan dag

  langar að fá ráðleggingar hjá þér varðandi þetta teppi ...skil ekki alveg hvernig það á að taka 60 lykkur upp á 4 hliðum hvernig er það hægt ...endilega láttu mig vita ef þú hefur tækifæri til þess
  með osk um svar:D

  SvaraEyða
 6. hæhæ,

  geturu sent mér uppskriftina af þessu teppi ::D langar að prjóna það fyrir bumbubúan :D plizz senda í mha1@hi.is takk :D

  Kv, Melkorka

  SvaraEyða
 7. Guðríður Kristinsdóttir19. janúar 2011 kl. 20:37

  Sæl Hellen,

  Datt inn á síðuna þína í leit minni að túnísku prjóni. Finnst aðdáunarvert hvað þú ert dugleg. Ert öðrum konum hvatning. Það sem mér finnst líka gaman að sjá hvað þú hefur fallegt handbragð. Skiptir miklu máli. Ég er að byrja að skoða handavinnublog og finnst það hvetjandi og skemmtilegt. Mig er búið að langa að prjóna þetta teppi í nokkur ár. Séð nokkrar uppskriftir og breytilegt hvaða garn er notað. Ef þú hefur tíma þætti mér gaman að vita hvaða uppskrift þú notaðir.
  Með kveðju
  Guðríður

  SvaraEyða
 8. Sæl Hellen.

  Er að vandræðast með þetta fallega Kongateppi er langt komin með að prjóna það en það virðist vanta í uppskriftina síðasta blúndukant.
  Er einhver möguleiki á að þú getir sent mér uppskriftina af þessu teppi? ég væri mjög þakklát fyrir það. E-mail mitt er: serling64@gmail.com

  Með kveðju, Sonja Erlingsdóttir

  SvaraEyða
 9. Sæl áttu uppskriftin af þessu teppi til að senda mer? gudrung@ja.is

  SvaraEyða
 10. Hver er megin munur á KÓNGATEPPI og DANSKA PRINSATEPPIÐ( prjónað í hring)?
  Hvort er fallegra og skemmtilegra að prjóna?

  SvaraEyða