
Þá er teppið komið saman og komið að því að stinga. Ég ákvað að stinga það fyrst langsum og þversum í saumfarið. Nota ég til þess nælontvinna sem er glær og sést lítið. Síðan er meiningin að æfa mig meira í að stinga eftir munstri á pappír. Ég ætla að setja það á heppilega fleti, og sjá svo til með restina. Ég get aldrei planað alveg fyrirfram hvernig ég ætla að stinga. Kannski nota ég líka bútasaumsmynstrin á saumavélinni.
Núna nældi ég teppið bara saman. Ég hef næstum því alltaf þrætt þvers og kruss, en er að reyna að venja mig á nælur.

Fóturinn frábæri. Það munar miklu að hafa hann.
Þessi efni eru mjög falleg og fallega raðað saman, ertu að stinga alveg í saumfarið? Kveðja, Anna Björg.
SvaraEyða