Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 30. maí 2014

Eldhúsgardínur


Þegar maður fær nýtt, langþráð eldhús, verður að setja upp glænýjar eldhúsgardínur. Á meðan aðrir unnu baki brotnu við smíðarnar, sat frúin og heklaði.
Uppskriftin er úr eldgömlu Marks heklublaði. Við mamma keyptum þessi blöð þegar ég var unglingur, og svo sátum við saman á kvöldin og hekluðum.
Garnið heitir Satúrnus og fæst í Fjarðarkaupum, og heklunálin var nr. 2,5.
Gluggarnir eru tveir, og svo gerði ég eins fyrir þvottahúsgluggann, en hann er bara mjór.
Efnið í efri kappana fékk ég í Virku. Mér fannst það svo fallegt að ég varð að kaupa það og nota í eitthvað.

3 ummæli:

  1. Æðislegar hekluðu gardínurnar! Tekur þú nokkuð að þér að hekla fyrir aðra?

    SvaraEyða
  2. Hef verið að leita mér að uppskrift af eldhúsgardínum og þessar eru akkúrat eins og mig langar í að hekla.... Veistu hvar ég get nálgast þessa uppskrift?? Er enn hægt að fá þessi blöð einhversstaðar??
    Kv Sigga

    SvaraEyða