Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 27. nóvember 2011

Jóladúkur

Þennan jóladúk var ég að sauma og á hann að vera á eldhúsborðinu.
Sniðið fann ég í blaði sem fæst ennþá í Eymundsson og heitir Quilting Celebrations.
Það er gefið út af Patrick Lose, og hef ég verið að horfa á hann á QNN. Þótt ég sé ekki hrifin af öllu sem hann gerir er líka margt áhugavert hjá honum. Hann applíkerar mikið í saumavél, og notar gjarnan satínsporið til þess eins og ég hef gert hérna, en í þessum dúk bregður hann út af vananum og lætur gera það fyrir sig í höndunum. Með öllu þessu má fylgjast á QNN í nýjustu þáttunum hans.

laugardagur, 12. nóvember 2011

Teppi á nýjan vegg

Hugmyndina að þessu teppi fékk ég í tímariti á bókasafninu fyrir nokkrum árum. Ég geymdi hana í EQ og nú er ég loksins búin að sauma það.
Það er samt nokkuð breytt, og blokkirnar fékk ég úr EQ7.