Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 17. október 2012

Heklaðar bjöllur

 

Þessar bjöllur heklaði ég fyrir löngu síðan. Nú er ég búin að setja þær á 20 ljósa seríu og hengja upp.

Mér finnst þær ekkert sérlega jólalegar svona hvítar, en ég var líka löngu búin að hekla 20 rauðar, sem ég er að stífa með sykurvatni núna, og þær fá að bíða aðventunnar.

 

mánudagur, 8. október 2012

Heklað utan um krukkur

Loksins kom ég því í verk að hekla utanum krukkur. Og fyrst ég er byrjuð, þá get ég ekki hætt. Hér er sýnishorn af því sem ég hef gert.

Nokkrar rauðar bíða jólanna.

Ég var búin að leita að uppskriftum um allt, fann lítið, en ákvað svo að hafa krukkurnar hjá handod.blogspot.com til hliðsjónar, því mér finnast þær flottar hjá henni. Svo er hægt að hekla eftir lagi krukkunnar með þessu munstri.