Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 7. apríl 2009

Annar páskalöber

Nú er þessi páskalöber kominn á borðstofuborðið. Munstrið að honum fann ég á netinu á alveg frábærum vef, sem ég gleymi alltof oft að sé til.Hann heitir Quilterscache, og þar er urmull af blokkum, uppskriftir af þeim og margar, ef ekki allar, eru með uppskrift með pappírssaum líka. Þar sem spurningin: "Where do you want to go today" er, velur maður:Quilt Blocks Galore-Free Quilt Bloch Pattern. Þá koma upp tæpar 60 síður af blokkum.

Þessa blokk fann ég hér á þessum vef.
Dúkurinn er handstunginn.


1 ummæli:

  1. Þessi er fallegur. Ég er sammála þér um þessa síðu þarna er mesta úrvalið.

    SvaraEyða