Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 25. apríl 2009

Litlir sokkar

Þessum sokkum var ég að ljúka við að ganga frá. Ég var búin að sjá þá víða á netinu, en fann aldrei neina uppskrift að þeim. Ég eyddi heilmiklum tíma í að leita að uppskriftinni en fann hana aldrei.
Svo rakst ég á hana af tilviljun hér. Þessir hvítu eru í stærð fyrir 3 mánaða.

Þessir rauðu eru fyrir 6 mánaða. Þeir eru rauðir, þótt þeir virðist bleikir á myndinni. Snúran er fingrahekluð.

Svo prjónaði ég sokka á tveggja ára úr afgöngum af léttlopa. Uppskriftin er úr tímariti Heimiliðnaðarfélagsins, Hugur og hönd, 2008.
2 ummæli:

  1. Þetta eru mjög fallegir sokkar. Þú hefur fengið fallegar tölur á þá, og nú er bara að setja pressu á drengina að eignast eitthvað í sokkana.
    Vona að þú eigir góðan kosningadag, kveðja, Anna.

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir þetta blogg Hellen. Ég er búin að leita að uppskrift af þessum skóm lengi. Sá þá á einhverri síðu fyrir þó nokkru síðan. Ég var snögg að byrja á einum slíkum fyrir barnabarnið hennar Ingu Magg.
    Kveðja Sigga

    SvaraEyða