Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 27. apríl 2009

Stjörnuteppið tilbúið

. Lauk við stjörnuteppið á sunnudagskvöldið.

Fyrst var ég að spá í að stinga hverja stjörnu 1/4 tommu frá kanti. En eftir að hafa stungið teppið í öll saumför, með tilheyrandi snúningum, þá sá ég að það yrði ansi mikil vinna. Hverri stjörnu hefði ég orðið að snúa 16 sinnum, og margfaldið það með 24!

Ég skoðaði bækur og hugsaði málið, og þá sá ég að beinar línur yrðu bæði auðveldastar og rökréttar, þannig að ég stakk teppið horna á milli, þannig að það mynduðust ferningar. Munstrið á teppinu studdi líka þannig stungur.

Kantinn stakk ég á frá réttunni, saman brotinn, og hafði ég hann samsettan úr efnunum úr stjörnunum.
Svo sting ég kantinn alltaf niður í höndum.
Hér sést stungan.
Þessi frábæra stöng var alveg bráðnauðsynleg. Hana keypti ég í Pfaff, og er hægt að setja hvíta plastið hvoru megin sem maður vill, en það fylgdi vélinni járn, sem aðeins er hægt að snúa á annan veginn.
Brúna efnið er frá Thimbleberries, og mörg hinna líka, en þau koma úr öðrum áttum líka.
Í fyrsta skipti á ævinni hef ég nú merkt teppi! Ég hef alltaf ætlað að gera það, og svo rakst ég á efni á netinu með alls konar merkimiðum á, pantaði það og valdi ég þennan núna og merkti hann í saumavélinni.


8 ummæli:

 1. Ekkert smá flott, stungan er mjög falleg og á vel við. Ég er eins og þú, hef aldrei merkt teppin mín, nú ertu komin einu skrefi lengra en ég í því ;) Kv. Anna.

  SvaraEyða
 2. Þetta er flott blogg hjá þér. Myndirnar eru æðilegar. Og til hamingju með nýju saumavélina. Mér líst sérstaklega vel á þetta stóra op yfir arminum. Mín Pfaff vél heima er eins og klettaskora í samanburði við þetta. Draumurinn núna er að eignast alvöru stunguvél með sleða. Ætli ég bíði ekki eftir næstu góðærisþenslu með það. Takk fyrir innlitið á blogginu mínu.

  SvaraEyða
 3. Mjög fallegt hjá þér bæði teppið og stungan.

  SvaraEyða
 4. Þetta er mjög flott teppi hjá þér, brúni liturinn setur punktinn yfir i-ið. Gaman að sjá íslenskt bútasaumsblogg :)

  SvaraEyða
 5. En flott síða og glæsileg handavinna! Hlakka til að fylgjast með.

  Kveðja,
  Fanney

  SvaraEyða
 6. Heia...
  Tusen takk for tilbakemelding på valg av symaskin, vanskelig valg ja det er sikkert.
  Jeg har fått et tilbud med avslag 50% på denne maskinen så jeg får finne ut hva din maskin koster i Norge..
  Jeg må også takke for at du besøkte bloggen min, fint med noen nye bloggere innimellom..

  SvaraEyða
 7. Nydelig stjerneteppe! Litt av en jobb å lage dette kan jeg tenke meg. Skjønner det blir mange snuinger hvis en skal sy rundt alle stjernene ja. Det ble flott slik du hadde quiltet det!

  SvaraEyða
 8. For et vakkert teppe!! Akkurat etter min smak...;o)

  SvaraEyða