Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 25. nóvember 2015

Jólasokkar á dúllurnar mínar

 

Ég freistaðist til að prjóna jólasokka fyrir dúllurnar mínar tvær.

Uppskriftin er á jólaverkstæði Garnstudio.com, og gerði ég stærð fyrir 6-9 mánaða.

Rauða garnið er frá Rauma, og það hvíta er Lanett.

 

 

fimmtudagur, 19. nóvember 2015

Skírnarkjóll

Þennan skírnarkjól prjónaði ég á árinu.

Önnur ömmustelpan mín verður skírð í honum í lok mánaðarins. Hin ömmustelpan var skírð í kjól sem tilheyrir móðurfjölskyldu hennar.

Kjóllinn er opinn að aftan, og heklaði ég takka í allar brúnir.

Svo saumaði ég plastsmellu í borðann að aftan til þæginda þegar barnið er klætt í og úr.

Uppskriftin er úr Ungbarnablaði Tinnu nr. 11.

Garnið er Mandarín petit.

 

föstudagur, 13. nóvember 2015

Kjólar og peysur

 

Þessa litlu kjóla prjónaði ég á ömmustelpurnar mínar tvær. Stærðin er á 3-6 mánaða og passa því núna. Ég notaði Englaull úr Litlu prjónabúðinni. Uppskriftin er á handvekskunst.is.

Í peysurnar notaði ég Pimabómull frá sömu búð, og uppskriftin er líka þaðan, úr hefti sem heitir Babystrik på pinde 3. Stærðin er á 6-9 mánaða. Peysurnar eru prjónaðar ofanfrá.