Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 19. nóvember 2015

Skírnarkjóll

Þennan skírnarkjól prjónaði ég á árinu.

Önnur ömmustelpan mín verður skírð í honum í lok mánaðarins. Hin ömmustelpan var skírð í kjól sem tilheyrir móðurfjölskyldu hennar.

Kjóllinn er opinn að aftan, og heklaði ég takka í allar brúnir.

Svo saumaði ég plastsmellu í borðann að aftan til þæginda þegar barnið er klætt í og úr.

Uppskriftin er úr Ungbarnablaði Tinnu nr. 11.

Garnið er Mandarín petit.

 

1 ummæli: