Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 6. júlí 2011

Riddari

Þessa peysu var ég að klára handa eiginmanninum. Ekki veitir af hlýjum lopafatnaði þar sem við erum á leið á Norðurlandið í sumarfrí....;)
Uppskriftin er úr Lopa 28 og heitir Riddari. Þar er hún prjónuð lokuð, en ég ákvað að hafa hana opna. Ermarnar virðast of síðar á myndinni, en eru það ekki í raun. Ég ætlaði að fara að spretta þeim upp í dag og taka úr umferðir, en þetta liggur sennilega í því að þær voru of teygðar þegar ég lagði peysuna til þerris, og dugar að bleyta þær aftur og leggja í rétt mál. Svona er að flýta sér, betra að hafa málbandið við hliðina!

6 ummæli:

 1. what a pretty sweater - great job of knitting
  Karen
  http://karensquilting.com/blog/

  SvaraEyða
 2. Beautiful wool jacket, I love the pattern!

  SvaraEyða
 3. Var að rekast á síðuna þína. Mikið er gaman að skoða það sem þú hefur verið að gera. Ég er sjálf alltaf prjónandi og var nú að dusta rikið af saumavélinni minni og er aðeins að bútasaumast eftir 6 ára hlé. Hlakka til að fylgjast með þér í framtíðinni.
  Kveðja, berglindhaf.blog.is

  SvaraEyða
 4. þú ert algjör snillingur í höndunum, gaman að skoða síðuna þína

  SvaraEyða
 5. Falleg peysa, litirnir vel valdir :)

  SvaraEyða
 6. Hæ hæ
  ég veit að það er langt síðan þú settir þetta blogg inn, en er einhver möguleiki á því að þú munir hvaða litir eru í þessari peysu? Litasamsetningin er rosalega falleg :)

  Kveðja
  Elín

  SvaraEyða