Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 1. júlí 2011

Marti Mitchell í Virku

Fyrir rúmri viku kom Marti Mitchell í heimsókn í Virku. Hún var með smá námskeið og sýnikennslu, og mættu um 70 konur á svæðið, enda þröngt á þingi.
Marti Mitchell er þekkt fyrir kennslu sína og framleiðslu á stikum til að sníða eftir. Á tveimur efstu myndunum sýnir hún hvernig hægt er að gera teppi eftir tveimur mismunandi stærðum í stikusetti. Stærðirnar voru reyndar fleiri en þetta.
Ég á bókina með þessu teppi og stikurnar, og ætla að sauma það einn góðan veðurdag.
Svo keypti ég þessa stiku, Flying Geese Ruler, hún er mjög praktísk fyrir mig, þar sem þetta er eitt af uppáhalds munstrum mínum. Hins vegar er ég ekki mikil stikukona, þótt ég eigi þessa og bjálkakofastikurnar, því ég er svo mikið í pappírssaum og nota EQ7 við næstum allt sem ég geri. Mér fannst hins vegar mjög gaman að hitta þessa konu, því fyrsta bútasaumsbókin, sem ég keypti mér þegar ég var að byrja í bútasaum fyrir um 24 árum, var einmitt eftir hana. Svo hef ég horft á kennsluþætti og fleira með henni á QNNtv, og hún er svo skemmtileg, fræðandi og hógvær á allan hátt.

1 ummæli:

  1. Ég segji eins og þú, það var mjög gaman að sjá hana, pínulítið eins og að hitta Bono í U2 :D

    SvaraEyða