Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 25. mars 2017

Innkaupapokar

Þegar við fluttum í húsið okkar fyrir rúmum fimm árum, héngu bláar, þykkar gardínur fyrir svefnherbergisglugganum. Ég setti þær upp á háaloft og geymdi, því mér fannst efnið tilvalið í tuðrur.
Nú lét ég loksins verða af því að sauma þær.
Ég hafði sniðið mjög einfalt, og renndi þeim gegnum overlockvélina.
Góðar til að grípa og setja í veskið þegar maður fer úr húsi.

fimmtudagur, 23. mars 2017

Dúkkubleyjur

Þessar bleyjur eru á Baby Born dúkkur ömmustelpnanna minna.
Sniðið er gefins á þessu flotta dúkkubloggi.
Bloggið er líka í tengli hér til hliðar á mínu bloggi: Min dukkeverden.
Ég notaði bútasaumsefni og venjulegt bómullarvatt á milli.


þriðjudagur, 14. mars 2017

Útprjónaðir vettlingar

Uppskriftina af þessum vettlingum fann ég í jólablaði Húsfreyjunnar 2016.
Það var alveg kominn tími til að rifja upp tvíbanda vettlingaprjón.
Uppskriftin moraði reyndar í villum, en þetta hafðist.
Ég notaði Fabel frá Drops.