Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 30. júlí 2012

Sokkar á afrískar tær


Þessir sokkar hafa verið sumarprjónaskapurinn minn þetta árið. Tilefnið er það að hópur Íslendinga rekur barnaheimili fyrir börn í Afríku á aldrinum 6 mánaða til 6 ára. Ég þekki eina í hópnum, og ætlar hún að heimsækja heimilið í haust og langar að hafa með sér sokka, því þarna verður gjarnan kalt á nóttunni.

Mig langaði að taka þátt í þessu verkefni og prjónaði 21 par, þrjár stærðir, sjö pör af hverri stærð, frá 6 mánaða til 2 ára. Ég notaði ungbarnagarn af ýmsum sortum, og uppskriftin er á garnstudio.com.

 

sunnudagur, 1. júlí 2012

Ungbarnaföt

Þetta ungbarnasett prjónaði ég í vetur á litla frænku mína, Hrafnhildi Sjöfn, sem fæddist 8. júní.

 

Mamma hennar valdi að hafa það dökkfjólublátt á litinn. Uppskriftirnar eru úr ungbarnablöðum Tinnu.

 

Uppskriftin af skónum er á netinu. Ég hef prjónað þá áður, og er færsla og tengill í uppskriftina annars staðar á blogginu.