Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 13. febrúar 2025

Vettlingar og sokkar




Fyrir utan kragann sem 5 ára leikskólastrákinn minn vantaði og ég sýndi í síðustu færslu, þurfti hann líka sokka og vettlinga. Amman hefur greinilega sofið á verðinum í prjónaskapnum og því var ekki um annað að ræða en að sitja dálítið við og prjóna. Vettlingarnir eru eftir uppskrift frá Storkinum sem heitir Randalín og er frí á heimasíðu hans. Garnið er Drops merino extra fine.
 


Sokkarnir eru prjónaðir úr Fabel frá Drops eftir uppskriftinni Pitter Patter frá garnstudio.com.  Ég hef oft prjónað þessa uppskrift áður og hef sokkabolinn aðeins víðari en uppskriftin segir.



Allt sem ég prjóna á barnabörnin merki ég eins og hér að ofan, enda týnist fátt ef nokkuð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli