Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 21. janúar 2013

Símahulstur

 

Mig vantaði hulstur utan um nýja símann minn, og fann ágætis snið á netinu. Efnið er ég búin að eiga lengi, en hef ekki fundið því hlutverk fyrr en nú.

Hér er hægt að skoða sniðið.

 

fimmtudagur, 17. janúar 2013

Kringlóttur dúkur

Mig vantaði kringlóttan dúk á hringlaga borð.
Um jólin var ég með hringlaga jóladúk á þessu borði, og fór hann svo vel að nú finnst mér ég verði að hafa dúk á því.

Sniðið fann ég í EQ7.

 

laugardagur, 12. janúar 2013

Jólalegt lúruteppi

 

Þetta er teppi, sem ég kláraði milli jóla og nýárs, en ætlaði að hafa tilbúið fyrir jól. Það má því segja að ég sé snemma í því fyrir næstu jól. Blokkirnar eru fengnar úr EQ7, og ég notaði að mestu rauð og græn efni sem ég átti, sömuleiðis ljósu efnin.

Ég stakk í saumfarið kringum allar rauðu blokkirnar og svo fríhendis utan um, og á grænu blokkirnar notaði ég krákustíg.

Hér hef ég lagt teppið yfir stólbak, en það má líka hengja það upp. Ég sauma aldrei slíður aftan á teppi til að hengja þau upp, heldur festi ég litla búta með títuprjónum efst á þau, og þá get ég fínstillt slíðrin. Svo vil ég geta notað teppin á mismunandi hátt, t.d. skelli ég veggteppum sem dúkum á borð og öfugt.