Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 26. apríl 2014

Nýburapoki

Á næstu dögum á ég von á litlum frænda, og m.a. prjónaði ég þennan poka fyrir hann og lét foreldra hans hafa svo þau gætu notað hann strax. Pokinn heldur vel utan um nýburann, maður stingur höndunum líka ofan í. Það er sagt róandi, kemur í ljós.

Uppskriftin er á almanakinu fyrir 2014 eftir Kristínu Harðardóttur.

P.s. Drengurinn er fæddur, ég fékk símhringingu í hádeginu, hann fæddist kl. 11 í gærkvöldi. Að sögn afa og ömmu þá svínvirkar pokinn!


 

þriðjudagur, 1. apríl 2014

Kertadúkur

 

Einhvern tíma í vetur varð ég vör við það að saltsteinsstjakinn, sem stendur ofan á píanóinu, hitnar dálítið í botninn, þegar kerti logar í honum. Viðurinn í píanóinu er póleraður, svo þarna var gott tækifæri til að sauma eitthvað til að hafa undir.

Ég valdi frekar dökk efni, svo hann yrði minna áberandi.