Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 21. ágúst 2016

Bróðir minn Ljónshjarta

 

Litlu ömmustelpurnar mínar eru duglegar við allt, líka að stækka.

Þær þurftu því nýjar peysur fyrir veturinn.

Fyrir valinu varð uppskriftin Bróðir minn Ljónshjarta úr bókinni Leikskólaföt. Garnið heitir Geilsk tweed og fæst í Litlu prjónabúðinni.

Ég valdi stærð á tveggja ára þótt þær séu báðar nýorðnar eins árs, en það var ekki svo mikill stærðarmunur á stærðunum á eins og tveggja ára. Ermarnar verða bara brettar upp til að byrja með.

 

mánudagur, 15. ágúst 2016

Prjónagallar

 

Mér skilst að öll lítil börn þurfi að eiga svona prjónagalla núna.

Ömmustelpurnar mínar, báðar nýorðnar eins árs, þurftu því að fá sinn gallann hvor.

Ég valdi að sleppa lopanum en notaði Karisma ullargarn frá Drops, keypt í Gallerý Spuna í Keflavík.

Uppskriftin sem ég studdist að mestu við er frí á heimasíðu Ístex, en munsturbekkinn fann ég í Lopa 28.