Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 26. febrúar 2013

Ullarsokkar

Ég er búin að gatslíta ullarsokkum sem ég prjónaði í hittifyrra, og þurfti því að draga fram garn og prjóna og gera fleiri sokka. Ég notaði bara afganga, og réði það litavalinu að mestu. Þessir að ofan eru úr léttlopa og einbandi, prjónuðu saman.

 

Sokkarnir hér að ofan eru prjónaðir eftir sömu uppskrift og þeir gatslitnu, úr léttlopa.

Mér finnst langbest að nota svona lopasokka í gönguskóna.

Ég er að verða búin að prjóna þriðja parið. Allar uppskriftirnar eru úr bókinni Sokkar og fleira eftir Kristínu Harðardóttur. Sú bók er í miklu uppáhaldi hjá mér.

 

3 ummæli:

 1. Sæl
  Takk fyrir að segja mér frá Blogsy, ég náði mér í það í gær og nú er bara að prófa sig áfram.
  Sokkarnir eru flottir, þetta munstur á stroffinu kemur svo vel út.
  Bestu kveðjur úr Borgarfirðinum

  SvaraEyða
 2. Flottir sokkar... sniðugt að nota einbandið með. Mér finnst ég ekki gera annað en að prjóna léttlopa sokka á krakkana, þau ganga í þeim öllum stundum og klára hælana oft á innan við mánuði... þannig að ef ég er ekki að prjóna nýja, þá er ég að gera við hæla :)

  SvaraEyða
 3. Det ser ut som noen gode sokker. kan aldri bli nok av det slaget.
  Klem

  SvaraEyða