Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 25. nóvember 2015

Jólasokkar á dúllurnar mínar

 

Ég freistaðist til að prjóna jólasokka fyrir dúllurnar mínar tvær.

Uppskriftin er á jólaverkstæði Garnstudio.com, og gerði ég stærð fyrir 6-9 mánaða.

Rauða garnið er frá Rauma, og það hvíta er Lanett.

 

 

fimmtudagur, 19. nóvember 2015

Skírnarkjóll

Þennan skírnarkjól prjónaði ég á árinu.

Önnur ömmustelpan mín verður skírð í honum í lok mánaðarins. Hin ömmustelpan var skírð í kjól sem tilheyrir móðurfjölskyldu hennar.

Kjóllinn er opinn að aftan, og heklaði ég takka í allar brúnir.

Svo saumaði ég plastsmellu í borðann að aftan til þæginda þegar barnið er klætt í og úr.

Uppskriftin er úr Ungbarnablaði Tinnu nr. 11.

Garnið er Mandarín petit.

 

föstudagur, 13. nóvember 2015

Kjólar og peysur

 

Þessa litlu kjóla prjónaði ég á ömmustelpurnar mínar tvær. Stærðin er á 3-6 mánaða og passa því núna. Ég notaði Englaull úr Litlu prjónabúðinni. Uppskriftin er á handvekskunst.is.

Í peysurnar notaði ég Pimabómull frá sömu búð, og uppskriftin er líka þaðan, úr hefti sem heitir Babystrik på pinde 3. Stærðin er á 6-9 mánaða. Peysurnar eru prjónaðar ofanfrá.

 

fimmtudagur, 24. september 2015

Púpur

 

Áður en litlu sonadæturnar fæddust prjónaði ég "púpur" handa þeim, sem þær notuðu strax og þær fæddust og nota enn.

Uppskriftin er á Prjónaalmanaki Kristínar Harðardóttur frá 2014.

Garnið er Mandarin petit.

 

mánudagur, 14. september 2015

Heimferðarsett

Hér koma svo myndir af heimferðarsettunum, sem ég prjónaði á barnabörnin.

Uppskriftin er af facebook síðu Prjóna Jónu. Buxurnar eru reyndar ekki úr þeirri uppskrift, heldur úr bókinni Babystrik på pinde 3.

Svo þegar ljóst var hvert kynið var fengu peysurnar bleikar tölur.

 

föstudagur, 11. september 2015

sunnudagur, 6. september 2015

Tveir kjólar

 

Garnið í þessa kjóla keypti ég í Litlu prjónabúðinni og heitir það Alba.

Uppskriftin fæst þar líka, og prjónastærðin er 3,5.

Stærðin er á 0-3 mánaða.

Mér fannst liturinn svo fallegur að ég gerði bara eins á báðar ömmustelpurnar.

 

fimmtudagur, 3. september 2015

Bettý peysur

 

Ég mátti til með að hekla Bettý peysur á litlu stelpurnar mínar. Stærðin er á sex mánaða, svo þær fá aðeins að bíða.

Mæðurnar völdu sjálfar litina, en garnið keypti ég í Litlu prjónabúðinni, og heitir það Yaku 4/16 frá CaMaRose.

Tölurnar eru frá Freistingasjoppunni á Selfossi.

Uppskriftin er á Facebook, á síðunni Leikur í höndum, bæði í máli og myndum.

 

laugardagur, 29. ágúst 2015

Lillies Top

Um leið og ég vissi að barnabörnin mín yrðu stúlkur, fór ég og keypti garn í Lillies Top. Mig langaði mjög að prjóna þessa uppskrift, en mér finnst hún bara passa á stelpur. Ég gerði minnstu stærðina, 0-3 mánaða, og þær fóru báðar í þetta nýfæddar, og þá voru þetta eins og kjólar, en verða svo smart sem toppar með gammósíum í vetur.

Garnið heitir Engleull og fæst í Litlu prjónabúðinni, og uppskriftin er úr bókinni Babystrikk på pinde 3, sem fæst í sömu búð.

Svo þakka ég ykkur falleg komment í síðustu færslu, sem senduð mér þau :)

 

miðvikudagur, 26. ágúst 2015

Prjónað á barnabörnin

Ég var búin að lofa blogga ekki meir, en af því að ég hef sýnt ýmislegt hér sem ég hef prjónað á barnabörn bræðra minna, þá fannst mér tilheyra að sýna líka það sem ég hef verið að prjóna á mín eigin barnabörn. Já, ég er orðin amma, ég á tvær nýfæddar sonardætur, báðir synir mínir eignuðust sín fyrstu börn nú í sumar, sú eldri fæddist 27. júlí, og hin 17. ágúst, en þær áttu reyndar að fæðast með eins dags millibili.

Fyrir tveimur árum keypti ég silkiull í Litlu prjónabúðinni og uppskrift af samfellu og ákvað að um leið og ég frétti að ég væri að verða amma, þá myndi ég fitja upp á henni. Og í desember fitjaði ég upp á tveimur!

Það varð afgangur af garninu, og þá gerði ég þessar húfur, minnstu stærð, upp úr Babystrikk på pinde 3.

Og enn varð afgangur, og þessir vettlingar eru úr sömu bók. Þegar þeir voru búnir var sama og ekkert eftir af garninu.