Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 26. ágúst 2015

Prjónað á barnabörnin

Ég var búin að lofa blogga ekki meir, en af því að ég hef sýnt ýmislegt hér sem ég hef prjónað á barnabörn bræðra minna, þá fannst mér tilheyra að sýna líka það sem ég hef verið að prjóna á mín eigin barnabörn. Já, ég er orðin amma, ég á tvær nýfæddar sonardætur, báðir synir mínir eignuðust sín fyrstu börn nú í sumar, sú eldri fæddist 27. júlí, og hin 17. ágúst, en þær áttu reyndar að fæðast með eins dags millibili.

Fyrir tveimur árum keypti ég silkiull í Litlu prjónabúðinni og uppskrift af samfellu og ákvað að um leið og ég frétti að ég væri að verða amma, þá myndi ég fitja upp á henni. Og í desember fitjaði ég upp á tveimur!

Það varð afgangur af garninu, og þá gerði ég þessar húfur, minnstu stærð, upp úr Babystrikk på pinde 3.

Og enn varð afgangur, og þessir vettlingar eru úr sömu bók. Þegar þeir voru búnir var sama og ekkert eftir af garninu.

 

5 ummæli:

 1. very pretty knitting. I am crocheting a shawl right now - it will take awhile I am not very good at it.

  SvaraEyða
 2. Koseleg å sjå deg på bloggen att! Gratulerer med barneborn! Fine klede du har strikka .!til dei

  SvaraEyða
 3. Jey, frábært að sjá þig. Og til lukku með ömmuhlutverkið.

  SvaraEyða
 4. Mikið vona ég að þú haldir áfram að blogga, er svo gaman að skoða :) og til hamingju með ömmubörnin.

  SvaraEyða
 5. Gaman að sjá að þú ert farin að blogga aftur.
  Kv.
  Berglindhaf

  SvaraEyða