Ég saumaði að gamni mínu í nokkur þvottastykki og gaf barnabörnunum, tvö hverju. Passaði bara að ekki færu tvö eins á hvort heimili. Gott að þekkja í sundur hver á hvað.
Þessar myndir eru í lítilli Brother útsaumsvél/saumavél sem ég á og hef handa krökkunum til að sauma á ef þau langar til. Brother hefur einkarétt á Disneymyndum til útsaums og því freistaði það að hafa þetta í aukavél sem ég vil hafa í saumaherberginu. Þvottastykkin keypti ég í Ikea.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli