Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 3. september 2015

Bettý peysur

 

Ég mátti til með að hekla Bettý peysur á litlu stelpurnar mínar. Stærðin er á sex mánaða, svo þær fá aðeins að bíða.

Mæðurnar völdu sjálfar litina, en garnið keypti ég í Litlu prjónabúðinni, og heitir það Yaku 4/16 frá CaMaRose.

Tölurnar eru frá Freistingasjoppunni á Selfossi.

Uppskriftin er á Facebook, á síðunni Leikur í höndum, bæði í máli og myndum.

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli