GLEÐILEGT ÁR!!
Þetta sjal, sem kennt er við Möbius, var "jólaprjónið" mitt í ár. Mig langaði alltaf til að prófa Kauni garnið, og svo þegar hún Ingibjörg Jónsdóttir, vinkona mín, sýndi mér uppskrift að þessu sjali, fannst mér upplagt að prófa garnið á því.
Garnið pantaði ég frá Bót á Selfossi og geymdi það til jóla. Svo var ég bara þrjá daga að prjóna það. Liturinn kemur ekki alveg rétt út á myndinni. Það er rautt, en ekki svona bleikt eins og myndin sýnir. Uppfitjunin er dálítið óvenjuleg, maður fitjar upp 150 lykkjur, og býr svo líka til lykkjur úr bandinu sem myndast í botni hverrar lykkju, þannig að lykkjufjöldinn verður 300, og sjalið prjónast upp og niður út frá miðju.
Ég hef séð uppskrift að Möbius sjali í bókinni Prjónaperlum, sem kom út fyrir jólin. Þar er það úr einbandi, og uppfitin er eitthvað öðruvísi en ég gerði. Hér er uppskriftin sem ég notaði.
Vá þetta er flott! Þú er greinilega galdrakona ég skil ekkert hvernig þetta er gert :(
SvaraEyðaMöbius kemur ágætlega út prjónaður. Sting upp á að þú gerir annað með tveimur hringjum í sitthvorri litasamsetningunni og hafir þá samfasta (þ.e. annan snúinn utan um hinn). Ég hef séð þetta í saumaskrap.
SvaraEyðaSæl Hellen
SvaraEyðaég kíki stundum inn á bloggið þitt og hef gaman af. Flott handavinnan þín :). Hvað fitjar maður upp margar lykkjur í svona möbíus?
kveðja Katrín
Hehe, auðvitað stendur það í blogginu. 300 lykkjur. Bara að lesa textann betur :)
SvaraEyðakv Katrín