Þessa léttlopapeysu prjónaði ég eftir áramót. Hún er úr bókinni Prjónaperlum, sem kom út fyrir stuttu, og heitir Grámhildur góða. Hún er prjónuð á grófari prjóna en venjulega, eða nr. 5,5. Þannig verður hún mjög lipur og létt. Peysan er græn, þó hún komi eiginlega grá út á þessum myndum. Að sjálfsögðu þurfti ég að eiga við ermarnar, þegar peysan var tilbúin. Ég er svo smámunasöm með ermasídd, hún verður að vera nákvæm, og ég rakti upp 4,5 sentimetra af hvorri ermi og lykkjaði saman aftur, og nú er ég ánægð.
Mjög falleg peysa:-)
SvaraEyðaMikið er þessi peysa falleg. Ég þekki þennan grágræna lit, er einmitt að prjóna eina á mig úr honum. Gengur bara ekkert hjá mér.
SvaraEyðavery nice sweater! I wish I was that good at knitting.
SvaraEyðaKaren
http://karensquilting.com/blog/
Very nice, where did you find the pattern?
SvaraEyðaFlott peysa hjá þér Hellen, ég er einmitt að fara að prjóna hana Grámhildi góðu en var búin að hugsa mér að gera hana úr Færeysku ullinni hún er svo létt og mjúk og gaman að prjóna úr henni.
SvaraEyðaKv Edda Soffía
Þessi er algjört listaverk og klæðir þig líka svo vel.
SvaraEyðaEnn eitt listaverkið sem gleður augað frá þér Hellen. Það er sem ég segi ef ég hefði ekki allt það fallega frá ykkur Önnu Björgu til að dáðst að í dimmasta skammdeginu þá væri tilveran svo sannarlega grárri ;) Það er svo sannarlega enginn grámi yfir þessari peysu.
SvaraEyðaKveðja, Ásta.