Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 25. janúar 2010

Eins árs afmæli og "award"!!

Í dag hef ég bloggað í eitt ár!
Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti það eftir. Það var vegna hvatningar (þrýstings!!) frá
Önnu Björgu að ég byrjaði á því, aðallega til að þurfa ekki að taka allt, sem ég var að gera, með mér í vinnuna til að sýna henni. Hún þurfti þess ekki, hún bloggaði bara.
Í síðasta tölublaði Húsfreyjunnar var sýnt hvernig á að gera svona hálsfesti, og loksins á laugardaginn kom ég því í verk að þæfa rauðu kúlurnar. Þessar svörtu eru hraunmolar. Í tilefni dagsins setti ég festina svo saman í dag til að geta sýnt eitthvað nýtt.

En mér til undrunar fékk ég komment frá Oddbjörg í Noregi þar sem hún sagðist vera með skilaboð til mín á blogginu sínu! Hún sendir mér sem sagt "award" eða viðurkenningu. Það er í fyrsta skipti sem ég fæ svoleiðis! Tusen takk, Oddbjörg, for "awarden"du ga til meg! Dette er förste gang jeg far slik! Ég á að setja link á síðuna hjá þeim sem sendi mér viðurkenninguna, skrifa sjö staðreyndir um sjálfa mig og senda sjö bloggurum viðurkenninguna áfram.


Hér koma staðreyndirnar:
1. Ég var sjö ára gömul þegar ég hafði prjónana með mér í fjallgöngu til að geta prjónað þegar sest var niður til að drekka.
2. Ég er svakalega hrædd við ókunnuga hunda.
3. Ég borða engan sykur.
4. Mér finnst ég alltaf þurfa að setja eitthvað rautt í flest sem ég geri, t.d. bútasaum, og mér finnst rautt og fjólublátt flott saman.
5. Rjómi er það besta sem ég fæ og ég borða mikið af honum.
6. Mér finnst gaman að synda, ganga og hjóla, en ligg aldrei í sólbaði.
7. Ég hef tekið 7. stig í söng og hef sungið í grúppum og kórum frá því ég var unglingur.
Pa norsk:
1. Jeg var syv ar gammel da jeg tok strikkepinnerne med meg i en fjelltur for a strikke da vi satte os ned til a spise.
2. Jeg blir fryktelig redd da jeg treffer hunde jeg ikke kjenner.
3. Jeg spiser ingen sukker.
4. Jeg liker a sette noe rödt i ting jeg laver, f. eks. i lappesöm, og jeg liker godt kombinasjon av rödt og lilla.
5. Jeg elsker vispet flötekrem og spiser mye av den.
6. Jeg liker a svömme, ga og sykle, men ligger aldri i solen.
7. Jeg har tatt 7 grader i sang, og fra jeg var ung har jeg altid vært med i sanggrupper og korer.

Ég ætla að senda þessum konum viðurkenninguna áfram, vegna þess að mér finnst gaman að lesa bloggin þeirra og fylgist reglulega með þeim: Anna Björg, Edda Soffía, Timotei, Lekaquilt, Sigga, Britt og Sigrun.

5 ummæli:

  1. Gratulerer med awarden og tusen takk for at du vil dele den med meg! Det var artig å få vite litt mer om deg. Jeg begynte også å strikke veldig tidlig, slik som deg.
    Kjempefint smykke du viser!

    SvaraEyða
  2. TIL HAMINGJU!!!
    Festin er æðisleg. Þú getur allt!

    SvaraEyða
  3. Til hamingju með afmælið! Smart hálsfesti

    SvaraEyða
  4. Erla Sverrisdóttir27. janúar 2010 kl. 10:08

    Til hamingju með 1árs afmælið. : )

    Hálsfestin hefur tekist mjög vel hjá þér.

    SvaraEyða
  5. Til hamingju med bloggafmælid!
    Smykket var veldig fint.

    SvaraEyða