Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 14. nóvember 2009

Lopapeysa

Þessa lopapeysu kláraði ég sunnudaginn fyrir viku síðan, og var að fara í hana í fyrsta skipti í dag!Hún er prjónuð úr tvöföldum plötulopa á prjóna nr. 7. Litirnir koma því miður ekki alveg réttir út á myndunum, hún virðist grá og bleik, en er svört og dökkrauð með ljósgráu.
Ég keypti náttúrulegar skelplötutölur í Gallerý Söru. Þær eru fisléttar miðað við stærð og fallegar.
Til gamans ætla ég að geta þess að þessi færsla í dag er sú hundraðasta hjá mér.

7 ummæli:

 1. Til hamingju með hundraðasta bloggið!!!!! Peysan er æðisleg, hún er eiginlega of fín til að koma í henni í skólann en ég vona nú samt að þú gerir það svo ég sjái hana með eigin augum.

  SvaraEyða
 2. Eg skjønar ikkje så mykje av det du skriv, men eg trur eg har oppfatta at du feirar innlegg nr 100. Gratulerer frå Norge :) Nydeleg strikkejakke du har laga.

  SvaraEyða
 3. Sæl :)

  Maður fellur í stafi við fallega handverkið á síðunni........vá !
  Ég sá á öðru bloggi prjónað hundrað daga teppi, hún fékk mynstrið hjá þér......er möguleiki að þú getir sent mér það eða sagt mér hvar ég nálgast það ? Finnst það algjört æði :o))

  Kv. Gerða
  gerda@simnet.is

  SvaraEyða
 4. Sæl!
  Flott peysa! :)
  Ég hef prjónað eina peysu og eitt vesti á mig en hvorugt passaði.. ég hef verið að leita mér að uppskrift að nýrri léttlopapeysu en finn fáar sem ég vil prjóna. Er einhver möguleiki á að fá uppskriftina af þessari? Hvar get ég annars nálgast samskonar peysu?

  Kveðja,
  Sigga
  siggaling@hotmail.com

  SvaraEyða
 5. Sæl Hellen Sigurbjörg.
  Glæsileg peysa hjá þér og öll hin handavinnan hjá þér.
  Ég hef lengi leitað að uppskrift af þessari peysu en finn hvergi. Getur þú nokkuð sagt mér í hvaða blaði þessi uppskrift er eða hvar hægt er að kaupa þessa uppskrift?
  Kveðja,
  Sæunn
  jolly@simnet.is

  SvaraEyða
 6. Sæl Hellen Sigurbjörg,
  þetta er alveg stórglæsilegt hjá þér allt saman.
  Ég hef mikið leitað að uppskrift af þessari peysu án árangurs,gætir þú bent mér á hvar hana er að finna?
  kveðja
  Marta
  hamars@simnet.is

  SvaraEyða
 7. Sæl Hellen Sigurbjörg,

  ég er frá Þýskalandi og það er ekki létt að finna prjónamunstur frá Íslandi hér.
  Ég líkar þessi peysa; kan þú sendi mér uppskriftina af þessari?
  Takk fyrir!
  Bless,
  Solvejg

  3-tage-regenwetter@gmx.de

  SvaraEyða