Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 25. nóvember 2009

Nóvember

Þá er ég loksins búin að sauma nóvembermyndina, og ekki seinna vænna þegar aðeins 5 dagar eru eftir af mánuðinum. Þá eru myndirnar orðnar ellefu og ein eftir. Ég verð að viðurkenna að svona mánaðarskammtar af verkefnum eru ekki alveg minn stíll, ég fer mest eftir löngun og tilfinningu þegar ég vel mér verkefni. En ég er samt ánægð að hafa klárað þetta og gaman að geta hengt myndirnar upp á réttum tíma næstu árin.

3 ummæli:

  1. Glæsileg, eins og allt sem þú gerir. Það verður nú gaman fyrir þig á næsta ári að vera með allar myndirnar tilbúnar þá verður "erfiðið" þess virði :)
    Kveðja Ásta.

    SvaraEyða
  2. Skemmtilegar þessar mánaðarmyndir hjá þér.
    Kveðja, Dóra (aðdáandi að blogginu þínu)

    SvaraEyða