Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 12. apríl 2009

Vordúkurinn tilbúinn

Þá er vordúkurinn kominn á eldhúsborðið.
Ég studdist við útprentaða mynd af dúknum þegar ég var að koma honum saman, að sjálfsögðu með pappírssaumi.

Ég stakk ferningana í dúknum með tveimur munstrum, sem ég strikaði gegnum skapalón með bleki, sem á að hverfa af sjálfu sér.

Svo stakk ég aðra fleti 1/4 tommu frá brún, og í kantinum hafði ég krákustíg.

Ég er ánægð með stærðina, hún passar vel, og ég er að æfa mig í að nota þessa liti, og styðst við hugtakið: "light but not bright".

2 ummæli:

  1. Vá!!!!!!! Þessi er sumarlegur. Þú átt eftir að nota þennan mikið. Ég er mjög hrifin af efninu í kantinum, má ég spyrja, hvar þú fékkst það?

    SvaraEyða
  2. Rosalega fallegur dúkur, þú ert ekki lengi að þessu, mjög falleg stunga.

    kv. Unnur Ósk

    SvaraEyða