Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 21. apríl 2009

Dresden Plate

Þetta teppi gerði ég fyrir nokkru. Reyndar var ég rétt áðan að ljúka við að stinga kantana aðeins meira, mér fannst það alltaf vanta. Ég keypti fimm af efnunum saman í pakka í Draumakoti Olgu í Minni-Mástungu, og var alveg ákveðin í að sauma eitthvað þar sem þau fengju að njóta sín saman.
Þó að rautt og grænt sé ráðandi þá lít ég alls ekki á þetta sem jólateppi, mér finnst það bara sumarlegt! Ég hef alltaf haft tilhneigingu til að nota vínrautt og grænt saman.

Munstrið fann ég svo í bók eftir Eleanor Burns, Egg Money Quilts, sem mér finnst frábær. Þar eru mörg gömul, klassísk, amerísk munstur og Eleanor er mjög frumleg í aðferðum. Ég gerði svo rammann í EQ6.

Við applíkeringu saumar hún flíselín réttu á móti réttu á stykkin, sem á að festa niður, snýr þeim við og straujar á. Þá er hún búin að ganga frá köntunum, og svo applíkerar maður létt í vél yfir.Bókinni fylgja nokkur skapalón úr pappa.

Nú er ég að byrja að stinga stjörnuteppið, og verð ég nokkra daga að því. Ég sting í öll saumför, og eru það dálítil átök að stinga í kring um stjörnurnar, þar sem ég þarf alltaf að vera að snúa teppinu. Svo þarf ég að bræða með mér hvernig ég sting það meira til skrauts.


4 ummæli:

 1. Så mye fint du har laget siden jeg var innom sist! Jeg er imponert! Nydelig Dresden plate! Flotte stjerner også!

  SvaraEyða
 2. Fallegur dúkur Hellen og stungan skemmtileg. Ég þarf að æfa mig í krákustígnum! Kveðja Sigga Gunnlaugs

  SvaraEyða
 3. Hei igjen! Jeg var nok litt snar med å kommentere sist. Jeg er nok ikke så god på islandsk, men når jeg konsentrerer meg og ser hele teksten i sammenheng er det utrolig hvor mye en kan forstå. Skjønner jo nå at noen av tingene har du laget for en stund siden. Det er så nøyaktig og fint alt du lager! Gleder meg til å se hvordan stjernene blir!

  SvaraEyða
 4. Denne Dresden Plate-quilten er bare nydelig!
  Skal også bli spennende å se når stjernene blir ferdige.

  SvaraEyða