
Þennan kjól saumaði ég eftir helgina. Mig langaði til að prófa að nota overlocksporin á Pfaff vélinni. Kjóllinn er úr jersey, og gekk mér ágætlega að sauma allt saman með vélinni. Hins vegar átti að falda slifsið framan á og hálsmálið með tvíburanál, og gafst ég upp á því, og faldaði það í höndum. Eins faldaði ég ermar og fald í höndum, án þess að reyna það í vélinni. Mér finnst þannig frágangur fallegastur.

Sniðið er úr Ingelise 12.2008.
Glæsilegt!
SvaraEyðaVery beautiful!
SvaraEyðaDeb
Nydelig, nydelig! Alt du får til!
SvaraEyða