
Ég lauk við löberinn í gærkvöldi, en beið með að mynda hann þar til í dagsbirtunni í dag.

Aðferðin sem ég notaði er upp úr bók Eleanor Burns, sem heitir Egg Money Quilts. Hún kennir þá aðferð að applíkera hringina á ferninga, sem eru þá grunnurinn. Það þarf ekki að sauma neina boga.

Ég prentaði út stungumunstur úr EQ6 forritinu í réttri stærð, dró það upp á þunnan, gegnsæjan pappír, sem ég hef sankað að mér gegnum tíðina. Svo lagði ég pappírinn á efnið og stakk í gegnum hann og reif hann svo burt. Ég hef lengi ætlað að prófa þetta, og þetta virkaði.

Hins vegar stakk ég fríhendis í aflöngu fletina.

Kantinn í kring hafði ég úr afgangi af efnunum, skeytti saman stutta búta.
Vá!!!! Þú ert snillingur!! Þetta er mjög mjög mjög fallegt og stungan flott.
SvaraEyða