Aðferðin sem ég notaði er upp úr bók Eleanor Burns, sem heitir Egg Money Quilts. Hún kennir þá aðferð að applíkera hringina á ferninga, sem eru þá grunnurinn. Það þarf ekki að sauma neina boga.
Ég prentaði út stungumunstur úr EQ6 forritinu í réttri stærð, dró það upp á þunnan, gegnsæjan pappír, sem ég hef sankað að mér gegnum tíðina. Svo lagði ég pappírinn á efnið og stakk í gegnum hann og reif hann svo burt. Ég hef lengi ætlað að prófa þetta, og þetta virkaði.
Vá!!!! Þú ert snillingur!! Þetta er mjög mjög mjög fallegt og stungan flott.
SvaraEyða