Þennan epladúk saumaði ég fyrir 3 árum. Ég féll strax fyrir munstrinu þegar ég sá það. Ekki var verra að sú sem hannaði það, Elín Guðjónsdóttir frá Þverlæk, er gift frænda mínum. Ég hef gert fleiri hluti eftir hana, sem ég sýni fljótlega.
Ég applíkeraði eplin með satínspori í saumavél.
Ég stakk dúkinn lítið, aðeins í saumförin og kringum eplin. Ég er að hugsa um að stinga hann betur. Ég ætla að gera krákustíg í kringum eplin og stinga kantinn, kannski geri ég eitthvað meira. Tek mig til þegar ég hef ekkert annað að gera!
Nú verð ég að sauma einn svona, þetta er svo fallegt munstur. Kv.Anna Björg.
SvaraEyðaFallegir og bjartir litir Hellen. Þú ert nú ótrúlega afkastamikil. Kveðja Sigga
SvaraEyða